Við hvetjum ykkur til að sækja um

Margir skólar hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að ráðast í viðamiklar umbætur á upplýsingatæknikennslu þó svo að vilji sé fyrir hendi. Markmið Forritara framtíðarinnar að skólar fái aukin tækifæri til að grípa til aðgerða, óháð fjárhagslegri stöðu þess skóla/ sveitarfélags sem á í hlut.

Sjóðurinn er opinn öllum sveitarfélögum og skólum á grunn- og framhaldsskólastigi. Stjórn sjóðsins fer yfir umsóknir sem berast og ákvarðar úthlutanir í samræmi við rökstuðning, umfang, undirliggjandi þörf fyrir verkefni og þær innlagnir sem átt hafa sér stað í sjóðinn.

Sótt er um á sérstöku eyðublaði

Mikilvægt er að umsækjendur hafi skýra hugmynd um hver markmið þeirra eru með umsókninni og aðeins er úthlutað til verkefna sem eru vel skilgreind. Í því skyni fer úthlutun fram í formi pakka sem síðan eru lagaðir að aðstæðum og þörfum hvers skóla fyrir sig.

Bæði er hægt að sækja um búnað og þjálfun. Allri úthlutun úr sjóðnum skal fylgja stefnumótun.

 

kennari

born-tolvu

Forritarar framtíðarinnar
Hlutverk sjóðsins er að stuðla að því að forritun verði kennd sem hluti af skólanámsskrá grunn- og framhaldsskóla á Íslandi.
Stofnaðilar

Skema
ehf

www.skema.is

Reiknistofa Bankanna

www.rb.is


Cyan_hvittÞetta er Bravo vefur frá Cyan Veflausnum - www.cyan.is