Við hvetjum alla til að sækja um

Allir grunn- og framhaldsskólar á landinu geta sótt í sjóðinn. Það geta einnig sveitarfélög gert til að styðja við upplýsingatæknimenntun í gegnum aðrar stofnanir sínar.

Engin takmörk eru á hversu mikið sótt er um eða hversu lítið að öðru leyti en því að gert er ráð fyrir að öllum umsóknum fylgi rökstuðningur. Mikilvægt er að umsóknum fylgi skýrar hugmyndir um þarfir, stöðu og stefnu.

Eina skilyrðið er að sú menntastofnun sem fær úthlutað úr sjóðnum skuldbindur sig til að setja forritunarkennslu inn í skólanámskrá og bjóða upp á hana sem kennslugrein í a.m.k. tvö ár eftir úthlutun. Nánari útfærsla á því er í höndum stofnunarinnar sjálfrar.

Ekki hika við að senda okkur umsókn

Forrit Framt logo

Forritarar framtíðarinnar
Hlutverk sjóðsins er að stuðla að því að forritun verði kennd sem hluti af skólanámsskrá grunn- og framhaldsskóla á Íslandi.
Stofnaðilar

Skema
ehf

www.skema.is

Reiknistofa Bankanna

www.rb.is


Cyan_hvittÞetta er Bravo vefur frá Cyan Veflausnum - www.cyan.is