Skólar og sveitarfélög

Margir skólar hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að ráðast í viðamiklar umbætur á upplýsingatæknikennslu þó svo að vilji sé fyrir hendi. Markmið Forritara framtíðarinnar...

Um sjóðinn

Sjóðurinn „Forritarar framtíðarinnar” er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins...

Atvinnulífið

Aðkoma atvinnulífsins miðar að því að efla samfélagsvitund um þá vöntun sem er á tækniþekkingu íslenskra ungmenna. Fyrirtæki af öllum...

 

BÚIÐ AÐ OPNA FYRIR UMSÓKNIR 2017

Áherslur úthlutunar 2017:

- Stefnumótun og innleiðingarplan
- Að þjálfa kennara fyrir forritunarkennslu
- Að þjálfa kennara fyrir forritunarkennslu á spjaldtölvur
- Tækjabúnaður í formi borðvéla

Í þessari úthlutun leggur sjóðurinn áherslu á að þjálfa kennara til þess að geta kennt forritun og úthluta borðtölvum til þess að efla tækjakost skólanna. Við viljum auk þess hjálpa þeim skólum sem þegar hafa innleitt spjaldtölvur að bjóða upp á forritunarkennslu á spjaldtölvur. Þannig viljum við nýta spjaldtölvur til að kveikja áhuga á forritun og efla forritunarfærni enn frekar. Einnig verður boðið upp á styrki fyrir stefnumótun og uppsetningu á innleiðingarplani fyrir kennslu í forritun fyrir þá skóla sem nú þegar hafa fengið styrk og þjálfun fyrir kennara.

ATH: UMSÓKNARFRESTUR RENNUR ÚT 5. JÚNÍ 2017.

 

ÚTHLUTUN 2017 - SÆKJA UM!

Forritarar framtíðarinnar
Hlutverk sjóðsins er að stuðla að því að forritun verði kennd sem hluti af skólanámsskrá grunn- og framhaldsskóla á Íslandi.
Stofnaðilar

Skema
ehf

www.skema.is

Reiknistofa Bankanna

www.rb.is


Cyan_hvittÞetta er Bravo vefur frá Cyan Veflausnum - www.cyan.is